Hver er Guðbjörg?
Guðbjörg er sjálflærð listakona sem hefur unnið með ýmis konar listform.
Hún hefur teiknað og skapað list frá unga aldri.
Árið 2017 hóf hún að vinna mikið með pennateikningar og síðasta ár hefur áhuginn legið í grafískri hönnun og ljósmyndatöku.
Guðbjörg er smámunasöm þegar kemur að verksköpun og setur aldrei verk frá sér nema að vera fullkomlega sátt sjálf. Hún hefur tekið að sér að gera ýmis persónuleg verk, teiknuð á pappír eða í tölvu. Engin hugmynd er of stór eða lítil. Ekki hika við að hafa samband ef þú telur Guðbjörgu vera réttu persónuna til að vinna verk fyrir þig.