Collection: Svona & Hinsegin
Prentverkin í seríunni sýna átta byggingar og kennileiti mismunandi bæjarfélaga. Tvö kennileiti eru á hverri hlið og því hægt að snúa verkinu á fjóra mismuandi vegu. Verkin koma annars vegar í svarthvítu og hinsvegar regnbogalitunum. Enn sem komið er eru fimm bæjarfélög fáanleg, Reykjavík, Akureyri, Siglufjörður, Reykjanesbær og Vestmannaeyjar. Nokkur önnur bæjarfélög eru í vinnslu.
Verkin koma í stærðinni 40x40 cm og fást rammar utan um myndirnar í flestum framköllunarfyrirtækjum eða hjá rammagerðum.